Áramótabrenna með hefðbundnu sniði

27/12/2017
Áramótabrenna verður staðsett neðan Holtahverfis við Leirvog. Kveikt verður í brennunni kl. 20:30. Munið að öll meðferð skotelda á svæðinu er bönnuð, stjörnuljós og blys eru hættuminni en flugeldar og tertur skulu geymast heima fyrir.

Hugum að dýr­unum okkar
Á síðu Mast minnir Matvælastofnun dýraeigendur á að huga vel að dýrum sínumr á meðan á flugeldaskotum stendur. Slíkar sprengingar kunna að valda dýrunum ofsahræðslu og geta þau valdið slysum á sjálfum sér og öðrum við slíkar aðstæður. Hægt er að fyrirbyggja slys með því að grípa til viðeigandi varúðarráðstafana fyrir gamlárskvöld og þrettándann. Dýraeigendur, sérstaklega þeir sem eiga hunda, ketti og hesta, kannast vel við þann óróa og angist sem dýr þeirra ganga í gegnum á þessum tíma vegna látanna sem fylgir flugeldaskotum. Á heimasíðu Mast má sjá það helsta sem hægt er að gera fyrir dýrin okkar til að fyrirbyggja slys og hvað hjálpar þeim í gegnum þetta erfiða tímabil. (opnast í nýjum vafra)

Tenglar:
Upplýsingar um styrk svifryks í Reykjavík
Flugeldaótti dýra
Endurvinnslustöðvar Sorpu

Bæjarbúar eru hvattir til að ganga vel um að fjarlægja flugeldarusl. (sjá opnunartíma Sorpu)

STAÐSETNING BRENNU

Brennusvæði 
Til baka