Safna- og sundlauganótt í Mosfellsbæ á Vetrarhátíð

01/02/2018

Árleg glæsileg fjögurra daga Vetrarhátíð fer fram dagana 1.-4. febrúar nk. með þátttöku allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þessi hátíð ljóss og myrkurs samstendur af fjórum meginstoðum: Safnanótt, Sundlauganótt, Snjófögnuði og ljósalist ásamt yfir 150 viðburðum þar sem fjöldi listamanna tekur þátt í að skapa einstaka stemningu í borginni.

Allir þessir viðburðir eru ókeypis auk þess sem frítt er fyrir börn yngri en 16 ára á Snjófögnuðinn í Bláfjöllum.

Safnanótt í Mosfellsbæ

Á Safnanótt, föstudaginn 2. febrúar, verður opið hús og fjölbreytt dagskrá frá kl. 18-23 í Bókasafni, Listasafni og Héraðsskjalasafni Mosfellsbæjar.

Spurningarkeppni og ratleikur þar sem allir geta tekið þátt, stórir sem smáir. Myndlistasýningin „Undir“ í Listasal, fjölskyldujóga. Draugahús og upplestur á barnadeild Bókasafnsins. Kaffihúsastemmning og léttar veitingar undir ljúfri tónlist og kertaljósi. Opið hús verður í Héraðsskjalasafni Mosfellsbæjar og má þar marg fróðlegt sá um sögu Mosfellsbæjar. 

  • Tímasetning: 2.2.2018 kl. 18:00-23:00
  • Staðsetning: Bókasafn, Listasafn og Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar
  • Heimilisfang: Þverholt 2, 270 Mosfellsbær

Sundlauganótt í Mosfellsbæ

Laugardagskvöldið 3. febrúar verður haldin vegleg hátíð í Lágafellslaug undir heitinu Sundlauganótt.

Boðið er frítt í Lágafellslaug frá kl. 18 - 22. Í boði er frábær skemmtun fyrir fjölskylduna og kjörið að eiga saman notalega kvöldstund í sundi. Boðið verður upp á Agua Zumba, tónlist, dans, gusugang, fjör og gleði.Vinir okkar úr leikhópnum Lottu kíkja í heimsókn og halda uppi söng og gleði og skemmtilegum æfingum á sundlaugarbakkanum. Stanslaus tónlist undir stjórn DJ. Baldurs. Blaðrarinn gleður börnin með blöðrum. Pylsur og safi fyrir 250 kr. og ís í boði Emmess.

  • Tímasetning: 3.2.2018 kl. 18:00-22:00
    Staðsetning: Lágafellslaug
    Heimilisfang: Lækjarhlíð 1a, 270 Mosfellsbær

Í viðburðadagatalinu á vef Mosfellsbæjar er hægt að sjá tímasetta dagskrá í Mosfellsbæ á Safnanótt og Sundlaugafjörinu en jafnframt er hægt að sjá dagskrá annars staðar á höfuðborgarsvæðinu á vef Vetrarhátíðar, vetrarhatid.is.

Til baka