Rósa ráðin skólastjóri Helgafellsskóla

02/07/2018

Rósa Ingvarsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Helgafellsskóla í Mosfellsbæ  frá og með 1. ágúst 2018. Rósa hefur 30 ára reynslu sem kennari úr fjórum grunnskólum og hefur starfað sem umsjónarkennari, fagstjóri og árgangakennari. Hún var forstöðumaður í félagsmiðstöð í Reykjavík í fimm ár og innan hennar verkssviðs þar var áætlunargerð, stjórnun fjármála og mannauðsmál. Rósa var formaður Kennarafélags Reykjavíkur í sex ár samhliða kennslu og býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu á sviði skólamála.

Sjá má nánar um sögu og uppbyggingu Helgafellsskóla í máli og myndum hér á heimasíðu Mosfellsbæjar

Fésbókarsíða Helgafellsskóla

 

(Frétt/Mynd: Mosfellingur 9. tbl. 17. árg. 28.06.2018)

Til baka