Helgafellsskóli að taka á sig mynd

05/10/2018

Framkvæmdir Helgafellsskóla ganga vel og eru á áætlun. Stefnt er á að 1. – 5. bekkur og elsti árgangur í leikskóla byrji í skólanum eftir áramót.
Á fundi bæjarráðs þann 12. apríl sl. var samþykkt að framkvæmdum við Helgafellsskóla yrði flýtt og gengið frá samkomulagi um fullnaðarhönnun 2.-4. áfanga Helgafellsskóla. Byggir sú ákvörðun fyrst og fremst á því að hraði uppbyggingarinnar í Helgafellshverfi er meiri en búist var við í upphafi en fjölgun íbúa Mosfellsbæjar í fyrra var 8,2% og auðvitað sýnu meiri í Helgafellshverfi. Gera má ráð fyrir því að síðust byggingaráfangar Helgafellsskóla verði boðnir út á fyrri hluta árs 2019.

Meðfylgjandi frétt má sjá loftmynd af nýbyggingu Helgafellsskóla tekin í september 2018.

Helgafellsskóli
Fyrsta skóflustungan að nýjum leik- og grunnskóla í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ var tekin miðvikudaginn 7. desember 2016.

Bygging skólans er stærsta einstaka framkvæmd sveitarfélagsins á næstu misserum. Heildarstærð hússins verður um 7300 fm. Skólinn er byggður í fjórum áföngum og verður fyrsti áfangi tekinn í notkun byrjun árs 2019. Uppbyggingarhraði mun að einhverju leyti taka mið af uppbyggingu hverfisins. Sjá meira um Helgafellsskóla

facebookHelgafellsskóli á facebook

(Mynd:Mosfellingur)

Loftmynd af Helgafellsskóla

Til baka