Skrifuðu bæjarstjóranum bréf

15/11/2018
Drengir úr 4. bekk í Krikaskóla skrifuðu á dögunum bréf til bæjarstjórans í Mosfellsbæ og báðu um að fá „Brassavöll“. Um er að ræða lítinn battavöll sem hægt er að spila fótbolta á en drengirnir heita Vésteinn Logi, Jökull Ari, Stormur, Sölvi Geir og Eyþór. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur beiðni drengjanna verið vel tekið og eiga þeir von á svari frá bæjarstjóranum von bráðar. Bæjarráð Mosfellsbæjar heimsótti alla skóla og stofnanir í síðustu viku og hittu því bréfritarar Harald bæjarstjóra þar sem farið var yfir málin.

(Frétt/mynd: Mosfellingur 14. tbl. 17. árg. 08.11.2018)

Til baka