Ábendingar um ljóslausa staura

19/11/2018
Þar sem nú er svartasta skammdegi og mikilvægt að ljósastaurar lýsi okkur leiðina er rétt að minna á að verði íbúar varir við ljóslausa staura er rétt að koma ábendingum til þjónustuvers Orkuveitu Reykjavíkur sem í framhaldinu útbýr verkbeiðni til vinnuflokks á vegum Orku Náttúrunnar sem annast lýsingu í Mosfellsbæ.

Hægt er að koma ábendingum á framfæri annars vegar með tölvupósti á netfangið on@on.is eða í síma 591-2700.
Til baka