Styrkir vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks

26/11/2018

Mosfellsbær vekur athygli á rétti fatlaðs fólks 18 ára og eldra með lögheimili í bænum til að sækja um styrki skv. 27. grein laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks.

Markmið styrkjanna er að auðvelda fötluðu fólki að verða sér úti um þekkingu og reynslu og auka möguleika sína til virkrar þátttöku í samfélaginu.

Heimilt er að veita styrki til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga, enda teljist námið hafa gildi sem hæfing eða endurhæfing. Einnig er heimilt að veita styrk til verkfæra- og tækjakaupa vegna heimavinnu eða sjálfstæðrar starfsemi, enda teljist starfsemin hafa gildi sem félagsleg hæfing eða endurhæfing sem miði að því að auðvelda fötluð fólki að skapa sér atvinnu.

Nánari upplýsingar veitir Vibeke Þ. Þorbjörnsdóttir í síma 525 6700.

Umsóknarfrestur er til og með 5. desember 2018.

Reglur Mosfellsbæjar um styrkina er að finna á vefsíðu bæjarins, www.mos.is á slóðinni: www.mosfellsbaer.is/endurhaefingarreglur

Hægt er að sækja um rafrænt: www.mosfellsbaer.is/endurhaefingarstyrkur


Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar
Þverholti 2
270 Mosfellsbær


Til baka