Miklu hvassviðri spáð seinnipartinn

10/12/2018

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út veðurviðvörun sem á sérstaklega við efri byggðir höfuðborgarsvæðisins seinnipartinn í dag. Foreldrar yngri barna en 12 ára eru hvattir til að sækja börn sín eftir kl. 16 í dag.

Samkvæmt Veðurstofu Íslands mun verða mjög hvasst á höfuðborgarsvæðinu eftir kl. 16 í dag, sér í lagi í efri byggðum. Hvassviðrinu fylgir rigning og mögulega slydda.

Við hvetjum skóla, frístundastarfsemi og íþróttastarfsemi í efri byggðum til að fylgjast með veðri og mögulega fella niður æfingar sem hefjast eftir kl. 16:00. Spáð er miklu hvassviðri milli kl. 16:00 og 22:00 í dag, mánudag.

Foreldrar eru einnig hvattir til að fylgjast vel með veðri og aðstæðum og sækja börn undir tólf ára aldri í frístundastarf eða íþróttastarf eftir kl. 16.

Þá eru íbúar hvattir til að huga að niðurföllum og lausamunum úti við vegna fokhættu.

Til baka