Helgafellsskóli, 2-3 áfangi - Auglýst útboð

08/03/2019

Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Helgafellsskóli nýbygging, 2-3.áfangi.

Mosfellsbær vinnur að byggingu leik- og grunnskóla í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ við Gerplustræti 14. Uppbyggingin hefur verið unnin í nokkrum áföngum. Búið er að byggja fyrri hluta skólans þ.e.a.s. 1. áfanga ásamt því að leikskóli og hluta lóðar er að ljúka á næstu mánuðum. Helgafellshverfi er í örri uppbyggingu. Verktaki sem fær verkefnið mun þurfa að gera ráð fyrir og taka tillit til m.a. nágranna, umferð íbúa sem og annarra verktaka í og við byggingarsvæði og sérstaklega mikilvægt er að verktaki taki tilliti til og lágmarki rask á skólastarf sem hafið er í fyrri áföngum Helgafellsskóla.

Helstu verkþættir eru:
Jarðvinna fyrir sökklum, uppsteypa, forsteyptar einingar, holplötur og þakeiningar. Gluggar og hurðir, einangrun og klæðningar. Þakfrágangur, niðurföll og grunnlagnir. Innanhúss-, utanhúss- og lóðarfrágangur.

Helstu magntölur eru: 
Jarðvinna      
Brúttógólfflötur  4.336  m
Steypustyrktarstál  106  tonn
Steypa  1.367  m3
Forsteyptar einingar (með einangrun og veðurkápu)  1.495  m
Þakeiningar með burði, einangrun og vatnsvörn  1.225  m2 
Holplötur  2.420  m2
Útihurðar og gluggar  305  m2
Þakfrágangur  600  m2 
Léttir veggir  1.352  m
Ýmis kerfisloft  3.901  m2
Málun innanhúss  10.133  m2 
Ýmis gólfefni   3.804  m2
Sérsmíðaðar innréttingar  43  stk 
Innihurðir  98  stk 
Glerveggir  48  m2
Lóðarfrágangur (gervigras, beð, hellur, malbik o.fl)   4.100  m2
     

Verkinu skal að fullu lokið 6. júní 2021.

Útboðsgögn verða afhent í afgreiðslu bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 2. hæð frá og með klukkan 10:00 á föstudeginum 15. mars 2019.

Tilboðum skal skilað á sama stað, bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar, eigi síðar en föstudaginn 12. apríl 2019 kl.13:00 og þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

 

Til baka