Opið hús - Sjálfstraust og vellíðan barna

20/03/2019

Miðvikudaginn 27. mars er komið að fjórða og síðasta opna húsi vetrarins hjá Fræðsluskrifstofu Mosfellsbæjar, haldið í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar og hefst kl. 20:00. Að þessu sinni mun Anna Steinsen fjalla um hvernig við ýtum undir sjálfstraust og vellíðan barna okkar. Börn eru eins misjöfn og þau eru mörg og ekki eitthvað eitt sem virkar fyrir alla þegar kemur að því að styrkja sjálfsmyndinni. Á þessum skemmtilega fyrirlestri fjallar Anna um góðar leiðir í því að ýta undir sjálfstraust og vellíðan.

Anna er með BA gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði. Síðastliðin 16 ár hefur Anna sérhæft sig í þjálfun á námskeiðum fyrir ungt fólk. Anna er ein af eigendum KVAN og starfar sem fyrirlesari, þjálfari á námskeiðum, stjórnendamarkþjálfi, heilsu- markþjálfi og jógakennari.

Á opnum húsum er lögð áhersla á hagnýt ráð varðandi uppeldi og samskipti við börn og unglinga. Ráð sem foreldrar, systkin, amma og afi, þjálfarar, kennarar og allir þeir sem koma að uppvexti barna og unglinga geta nýtt sér.

Opnu húsin hjá Fræðslu- og frístundasviði eru haldin síðasta miðvikudag í mánuði fjórum sinnum yfir veturinn frá kl. 20:00–21:00.

Staðsetning auglýst hverju sinni.

Til baka