Áríðandi tilkynning

21/03/2019
Vegna verkfallsboðunar Eflingar og VR hjá rútufyrirtækjum föstudaginn 22. mars 2019 (frá miðnætti til miðnættis) mun allur skólaakstur falla niður í Mosfellsbæ þó með þeirri undantekningu að eftirfarandi ferðir verða eknar þar sem viðkomandi bílstjóri er ekki í þeim stéttarfélögum sem hafa boðað verkfall:

Akstur í skóla:
a) Morgunferðin úr Mosfellsdal og Helgafellshverfi í Varmárskóla
Akstur úr skóla:
b) Heimakstur frá Varmárskóla í Helgafellshverfi og Mosfellsdalinn kl. 13.45 og 16.00

Vert er að taka fram að það verður ekki ljóst fyrr en á miðnætti í kvöld hvort af verkfalli verður og eru aðstandendur beðnir um að fylgjast með fjölmiðlum og heimasíðu Mosfellsbæjar. Ef ekki kemur til verkfalls aka skólarútur eins og venjulega.
Til baka