Fegrun bæjarins - götusópun

10/04/2019
Nú stendur til að þvo og sópa gangstéttar og götur bæjarins. Síðustu daga hefur Hreinsunartækni verið að forhreinsa götur í bæjarfélaginu. Vinna hófst á hreinsun með vatnsbíl ásamt stórum og litlum sópum í Reykja og krikahverfi þriðjudaginn 9. apríl en stefnt er á að klára öll hverfi fyrir páska.

Til að ná sem bestum árangri í götushreinsun þurfum við á ykkar aðstoð að halda.
Bæjarbúar eru vinsamlegast beðnir að leggja ekki ökutækjum eða öðrum farartækjum á götunum eða gangstéttum eftirtalda daga í viðkomandi götum og hverfum meðan á hreinsun stendur.

Enn fremur eru bæjarbúar hvattir til að hreinsa í kringum híbýli sín og fá aðstoð starfsmanna þjónustustöðvar í síma 525 6700 til að fjarlægja bílhræ og stærri hluti.

Eftirtalda daga verða starfsmenn þjónustumiðstöðvar að störfum í hverfunum:

9.apríl verða gangstéttar og götur þvegnar og sópaðar í Reykja- og Krikahverfi.
10.apríl verða gangstéttar og götur þvegnar og sópaðar í Teiga- og Helgafellshverfi.
11.apríl verða gangstéttar og götur þvegnar og sópaðar í Holtahverfi.
12.apríl verða gangstéttar og götur þvegnar og sópaðar í Tangahverfi.
15.apríl verða gangstéttar og götur þvegnar og sópaðar í Hlíða- og Hlíðartúnshverfi.
16.apríl verða gangstéttar og götur þvegnar og sópaðar í Höfðahverfi.
17.apríl verða gangstéttar og götur þvegnar og sópaðar í Leirvogstunguhverfi.

Til baka