Fjaðrandi íþróttagólf - útboð

11/04/2019

Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Fjaðrandi íþróttagólf í íþróttamiðstöðinni að Varmá.

Mosfellsbær óskar eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í útboði vegna endurnýjunar íþróttagólfs í sal 1-2, íþróttamiðstöðinni að Varmá. Verkefni þetta felur í sér útvegun og smíði á nýrri fjaðrandi timburgrind ásamt lagningu parkets. Innifalið er allur fullnaðarfrágangur á gólfi m.a. merkingar og festingar þannig að salur sé tilbúin til íþróttaiðkunar. Verktaki sem fær verkefnið mun þurfa að gera ráð fyrir og taka tillit til m.a. annarra verktaka á og við framkvæmdasvæði. Sérstaklega mikilvægt er að verktaki taki tilliti til og lágmarki rask skóla- og íþróttastarfs.

Helstu verkþættir eru:
Parketlagt íþróttagólf ásamt fjaðrandi undirgrind úr timbri, línumerkingar á íþróttagólf, festingar í gólf og lok.

Helstu magntölur eru:
Íþróttagólf 2.350 m²
Línumerkingar 1 heild

Verkinu skal að fullu lokið 8. ágúst 2019.

Útboðsgögn verða afhent áhugasömum frá og með mánudeginum 15.apríl 2019. Senda skal óskir um útboðsgögn á netfangið omar@vso.is.

Tilboðum skal skilað í afgreiðslu bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 2. hæð, eigi síðar en mánudaginn 6. maí 2019 kl.13:00 og þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Til baka