Deiliskipulag Vestursvæði - Höfðahverfi

15/07/2019
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að breytingu á deiliskipulagi: Mosfellsbær, Vestursvæði - Höfðahverfi.

Deiliskipulagsbreytingin felur í sér breytingu á legu göngustígs milli Súluhöfða og golfvallar. Í stað þess að stígurinn tengist inn á gangstétt í neðstu götunni í Súluhöfða fer hann norðvestur fyrir neðstu lóðirnar og tengist núverandi stíg sem liggur til vesturs og niður gegnum gólfvöllinn að strandstíg.

Tillagan verður til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 15. júlí 2019 til og með 26. ágúst 2019, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér hana og gert við hana athugasemdir. Tillagan verður einnig birt á vef Mosfellsbæjar, mos.is/skipulagsauglysingar.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ eða í tölvupósti til undirritaðs eigi síðar en 26. ágúst 2019.

13. júlí 2019
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar

Til baka