Malbikun og lokun í Baugshlíð, Höfðatorg

16/07/2019
Næstkomandi fimmtudag, þann 18. júlí frá kl. 10:00 til kl. 14:00 verður unnið við malbiksyfirlögn á Baugshlíð nánar tiltekið hringtorg við Lágafellslaug (Höfðatorg) og hluta af af Baugshlíð til suðurs (sjá mynd). Við þessa framkvæmd lokast umferð um Baugshlíð frá Arnarhöfða og frá Klapparhlíð. Ennfremur mun umferð um Þrastarhöfða lokast og er íbúum þar sem og sundlaugargestum bent á bílastæði við Höfðaberg.

Vegfarendur eru beðnir um að sýna framkvæmdaraðilum tillitssemi
Til baka