Deiliskipulag frístundabyggðar við Selvatn - kynning

19/07/2019

Kynning á deiliskipulagslýsingu: Deiliskipulag frístundabyggðar við Selvatn.

Mosfellsbær auglýsir hér með til kynningar deiliskipulagslýsingu, skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:

Fyrir gerð deiliskipulags á um 10 ha. landsvæði við norðanvert Selvatn, landnúmer 202914, 202915, 202916 og 125341. Skipulagssvæðið skiptist í gróin holt og votlendi, er í 124-150 m.y.s. og hallar til suðurs að Selvatni.

Megin viðfangsefni deiliskipulagsins er skipulagning 11 frístundahúsalóða, skilgreina byggingareiti, setja fram skilmála um byggingamagn, gera grein fyrir aðkomu og tryggja að ákvæðum vegna vatnsverndar sé fylgt.

Í deiliskipulagslýsingu kemur lögum samkvæmt fram hvaða áherslur sveitastjórn hefur við skipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli, s.s. um kynningu og samráð gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum. Þeir sem vilja kynna sér málið nánar vinsamlegast hafið samband við skipulagsfulltrúa.

Deiliskipulagslýsing liggur frammi í Þjónustuveri Mosfellsbæjar á 2. hæð Þverholts 2, 270 Mosfellsbæ og á vef bæjarins á slóðinni: mos.is/skipulagsauglysingar.

Athugasemdum og ábendingum varðandi lýsinguna má skila til þjónustuversins eða til undirritaðs fyrir 9. ágúst 2019.

19. júlí 2019
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar

Til baka