Gervigras lagt í fjölnota íþróttahúsi að Varmá

07/10/2019

Þessa dagana er unnið að því að leggja gervigras í fjölnota íþróttahús sem nú er risið að Varmá. Næstu skref felast í að sauma gervigrasið saman og setja í það ífylliefni en ofnakerfi og ljós hafa verið tengd.

Þegar vinnu við frágang gervigrassins lýkur verður hafist handa við að leggja tartan dúk í kringum völlinn þar sem unnt verður að hita upp fyrir æfingar og í kjölfar þess verða línur málaðar til að klára völlinn.

Áformað er að húsið verði opnað fyrir iðkendur um miðjan október en gera má ráð fyrir því að þá verði einhver lokafrágangur eftir á lóð sem hefur ekki áhrif á notkun hússins.

Endurnýjun gólfa í sölum og viðgerðir á þaki íþróttamiðstöðvarinnar að Varmá

Um áramótin lauk vinnu við endurnýjun á gólfi í sal 3 að Varmá og í sumar voru gólfin í sal 1 og 2 endurnýjuð með fjaðrandi parketi.

Í sumar lauk viðgerðum á sjáanlegum skemmdum á nokkrum stöðum í þaki íþróttamiðstöðvarinnar að Varmá. Bæjarráð hefur nú samþykkt tillögu frá umhverfissviði um að hefja undirbúning útboðs á þakviðgerðum í heild sinni og að vinnan fari fram árið 2020.

Til baka