Landsmót Samfés fór fram 4.-6. okt.

16/10/2019

Landsmót Samfés og Norrænt ungmennaþing fór fram í íþróttamiðstöðinni að Varmá í Mosfellsbæ dagana 4.-6. október.

Þar tók unga fólkið m.a. þátt í kosningu í ungmennaráð Samfés, skemmti sér í fjölbreyttum og fræðandi umræðu- og afþreyingasmiðjum ásamt því að taka þátt í Norrænu ungmennaþingi sem er hluti af formennskuverkefni Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Í verkefninu er lögð sérstök áhersla á að tryggja raunveruleg framtíðar tækifæri til lýðræðislegrar og virkrar þátttöku ungmenna.

Samtals voru um 530 þátttakendur skráðir, þar af 420 unglingar frá Íslandi auk fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum.

Til baka

Myndir með frétt