Úthlutun lóða - Súluhöfði og Desjamýri

25/11/2019

Úthlutun fjögurra lóða við Súluhöfða

Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt úthlutunarskilmála og verð við úthlutun á lóðum að Súluhöfða 36, 43, 45 og 47 í Mosfellsbæ. Lóðirnar eru allar ætlaðar fyrir einbýlishús samkvæmt gildandi skipulagi.

 

Úthlutun atvinnuhúsalóða í Desjamýri

Til úthlutunar eru þrjár atvinnuhúsalóðir við Desjamýri í Mosfellsbæ og fer úthlutun þeirra fram samkvæmt úthlutunarskilmálum á grundvelli hæsta tilboðs í hverja lóð fyrir sig. Lágmarksverð jafngildir gatnagerðargjöldum af leyfilegu byggingarmagni.

 

 

Til baka