Ert þú búin(n) að kjósa íþróttakonu og íþróttakarl Mosfellsbæjar?

09/01/2020

Bæjarbúum gefst kostur á, ásamt aðal- og varamönnum í Íþrótta- og tómstundanefnd, að kjósa íþróttakonu og íþróttakarl Mosfellsbæjar 2019.

 

Kosning fer fram í Íbúagátt Mosfellsbæjar og stendur yfir dagana 9.-14. janúar.

Velja skal konu í 1., 2. og 3. sæti sem og karl í 1., 2. og 3. sæti. Kosning er ekki gild nema valið sé í öll sætin.

 

Úrslit kynnt 16. janúar

Útnefning á íþróttakonu og íþróttakarli Mosfellsbæjar 2019 fer fram í Íþróttamiðstöðinni að Varmá fimmtudaginn 16. janúar kl. 19:00.

Öll hjartanlega velkomin!

 

Til baka