Lokað fyrir heitt vatn

29/06/2020

Vegna bilunar er nauðsynlegt að loka fyrir heitt vatn frá Dælustöðvarvegi að Bjargsvegi í dag, mánudaginn 29. júní, frá kl. 10:50. Áætlað er að viðgerð standi yfir í klukkutíma.

Vatnsveita Mosfellsbæjar biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem viðgerðin getur haft í för með sér.

 

Til baka