Malbiksyfirlögn á Skeiðholti milli Langatanga og Þverholts

07/07/2020

Á morgun, miðvikudaginn 8. júlí, frá kl. 10:00 - 17:00 er stefnt að því, ef veður leyfir, að vinna við malbiksyfirlögn á Skeiðholti milli Langatanga og Þverholts eins og sýnt er á meðfylgjandi mynd. Meðan á þessari framkvæmd stendur er vegfarendum bent á hjáleiðir um Þverholt og Álfatanga eða um Þverholt og Bjarkarholt.

Vegfarendur eru beðnir um að sýna framkvæmdaraðilum tillitssemi meðan á framkvæmdum stendur.

 

 

Til baka