Stefna Mosfellsbæjar í málefnum eldri borgara

17/07/2020

Í apríl 2018 hélt fjölskyldunefnd opinn nefndarfund með íbúum Mosfellsbæjar í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar vegna mótunar stefnu bæjarins í málefnum eldri borgara. Þar sem þessi vinnan hófst á síðasta kjörtímabili var tekin ákvörðun um að fela nýrri fjölskyldunefnd og bæjarstjórn að taka við hugmyndum íbúa í málaflokknum og vinna úr efninu.

Þátttaka var með eindæmum góð en á fundinum lögðu 110 íbúar fram hugmyndir sínar um markmið og aðgerðir í málaflokknum.

Í kjölfar fundarins vann starfsfólk Mosfellsbæjar úr þeim tillögum og fjölskyldunefnd fjallaði um og vann áfram drög að stefnu í málaflokknum. Í kjölfar þess fékk öldungaráð Mosfellsbæjar drögin til umsagnar og fjallaði um hana á nokkrum fundum.

Stefnan var lögð fyrir fjölskyldunefnd 16. júní 2020 sem vísaði henni til umfjöllunar í bæjarstjórn sem samþykkti stefnuna á fundi sínum þann 25. júní.

 

Til baka

Myndir með frétt