Framkvæmdir á grænum svæðum í Leirvogstunguhverfi

06/08/2020

Nú standa yfir framkvæmdir á grænum svæðum í Leirvogstunguhverfi.

Á milli Laxatungu 10-34 og Leirvogstungu 19-33 hafa framkvæmdir staðið yfir undanfarnar vikur við að fjarlægja allt illgresi og jafna út svæðið með sléttu moldarlagi með því markmiði að mynda þar snyrtilega grasbrekku.

Á opnu grænu svæði við Laxatungu 116-134 er verið að búa til nýtt og glæsilegt leiksvæði sem mun meðal annars innihalda sleðabrekku, grasflöt, áningastað með bekkjum og ýmis leiktæki. Framkvæmdir hófust í vikunni og eru áætluð verklok í september. Gert er ráð fyrir að akstur til og frá svæðinu verði um Vogatungu 2-24 og Laxatungu 90-124. Biðlað er til íbúa að sýna framkvæmdaraðilum tillitssemi á þeim truflunum og raski sem kann að verða á framkvæmdatímanum.

 

 

 

Til baka