Malbiksyfirlögn á Ásavegi

13/08/2020

Á föstudaginn, þann 14. ágúst frá kl. 10:00 - 16:00, er stefnt að því, ef veður leyfir, að vinna við malbiksyfirlögn á Ásavegi frá hringtorgi við Helgafellsveg að Áslandi. Lokað verður fyrir umferð frá Áslandi inná Ásaveg en hjáleið er um Bæjarás og Brúnás sem sýnd er á meðfylgjandi loftmynd. Malbikað verður eina akrein í einu og umferð beint framhjá framkvæmdarsvæði með umferðarstýringu.

Vegfarendur eru beðnir um að sýna framkvæmdaraðilum tillitssemi meðan á framkvæmdum stendur og við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdirnar geta haft í för með sér.

 

Til baka