Framkvæmdir á gatnaviðgerð við Gerplustræti 15-23

14/08/2020

Á mánudaginn, 17. ágúst frá kl. 09:00, er stefnt að því að hefja framkvæmdir við viðgerð á yfirborði nyrðri akreinar Gerplustrætis á móts við hús nr. 15-23. Gert er ráð fyrir því að framkvæmdin taki um 2 vikur eða til kl. 16:00 föstudaginn 28. ágúst. Lokað verður fyrir umferð til vesturs á þeim tíma og vegfarendum verður beint um hjáleið niður á Vefarastræti. Séð verður til þess að íbúar húsa nr. 15-23 fái tryggt aðgengi að sínum bílastæðum.

Vegfarendur eru beðnir um að sýna framkvæmdaraðilum tillitssemi meðan á framkvæmdum stendur og við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdirnar geta haft í för með sér.

Til baka