Afhending á heitu vatni í Mosfellsbæ

18/08/2020

Hitaveita Veitna breytti í júní afhendingu heits vatns í Mosfellsbæ og nokkrum hverfum Reykjavíkur svo þau fengu upphitað vatn frá virkjunum ON á Hellisheiði og á Nesjavöllum í stað vatns úr borholum á jarðhitasvæðum í Reykjavík og Mosfellsbæ. Um tímabundna aðgerð var að ræða en þann 13. ágúst fór afhending heits vatns í Mosfellsbæ aftur í fyrra horf.

Þessari tímabundnu aðgerð var ætlað að stækka dreifisvæðið sem fær virkjanavatn til að nýta betur framleiðslugetu virkjana. Á meðan var létt á vinnslu úr jarðhitasvæðum í Reykjavík og Mosfellsbæ sem gerði mögulegt að safna meiri forða fyrir veturinn.

Til baka