Vegagerðin fer í malbiksframkvæmdir á Reykjavegi – Lokun götu frá hringtorgi Vesturlandsvegar að hringtorgi neðan Krikaskóla

19/08/2020

Á föstudaginn, þann 21. ágúst, stefnir verktaki á vegum Vegagerðarinnar að malbiksframkvæmdum á Reykjavegi frá hringtorgi Vesturlandsvegar að hringtorgi neðan Krikaskóla eins og sýnt er í meðfylgjandi skjali (pdf). Gert er ráð fyrir að malbiksframkvæmdir hefjist eftir kl 19:00 og standi yfir fram á nótt.

Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni mun Reykjavegi verða lokað á milli Vesturlandsvegar og Reykjalundarvegar, hjáleið verður um Skarhólabraut. Krikahverfi og Teigahvefi lokast alveg á meðan malbikun hringtorgs fer fram.

Upplýsingamerki verða sett upp með fyrirvara um framkvæmd verkins.

Tengiliður Vegagerðarinnar er eftirfarandi:
Hallvarður Vignisson
Sími: 570-0564

Tengiliður verktaka er eftirfarandi:
Marel Þorsteinsson
Sími: 660-1919

Til baka