Óskum eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar

24/08/2020

Lýðræðis- og mannréttindanefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2020. Tilgangurinn er að veita viðurkenningu fyrir vel unnin störf að jafnréttismálum í samræmi við jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar.

Til að eiga möguleika á að hljóta jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar árið 2020, þarf:

 1. Einstaklingur að hafa skarað framúr í vinnu að jafnréttismálum.
 2. Fyrirtæki, stofnun eða félag að hafa:
  - Sérstaka stefnu eða áætlun í jafnréttismálum.
  - Unnið í því að afnema staðalímyndir kynjanna.
  - Sett sér aðgerðaráætlun sem tæki til að vinna að framgangi jafnréttis kvenna og karla.
  - Gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir kynbundið- eða kynferðislega áreitni á vinnustað.
  - Veitt starfsmönnum fræðslu um jafnréttismál.

Hægt er að senda inn tilnefningar á mos.is/jafnretti til og með 31. ágúst 2020.

Útnefning lýðræðis- og mannréttindanefndar verður kynnt á Jafnréttisdegi Mosfellsbæjar, þann 18. september 2020.

Til baka