Opinn rafrænn fundur um stefnu Mosfellsbæjar í málefnum fatlaðs fólks

28/08/2020

Þann 22. september kl. 17:00 - 18:30 fer fram opinn rafrænn fundur um stefnu Mosfellsbæjar í málefnum fatlaðs fólks. Mosfellsbær hvetur alla til að taka þátt sem láta sig málefni fatlaðs fólks í bæjarfélaginu varða, svo sem fatlaða íbúa, aðstandendur fatlaðs fólks og starfsmenn sem vinna með fötluðu fólki.

Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar vinnur að undirbúningi stefnumótunar í málaflokki fatlaðs fólks og leitar eftir þátttöku og tillögum frá íbúum Mosfellsbæjar.

Áhersluþættir fundarins eru:

  1. Atvinna fatlaðs fólks.
  2. Þjónusta sveitarfélagsins til fatlaðs fólks.
  3. Húsnæði fatlaðs fólks.
  4. Aðgengi (að húsnæði og upplýsingum).
  5. Sjálfstætt líf og búseta.
  6. Þjónusta við fötluð börn og ungmenni.
  7. Gildi Mosfellsbæjar í þjónustu við fatlað fólk.

Athugið að við skráningu þarf að velja einn af áhersluþáttunum sjö sem þátttakandi mun vinna með á fundinum.

Til baka