Útboð - Brattahlíð: Gatnagerð og veitur

11/09/2020

Umhverfissvið Mosfellsbæjar, Veitur ohf, Míla ehf og Gagnaveita Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í verkið: Brattahlíð - Gatnagerð og veitur.

Verkið felur í sér gatnagerð á nýjum botnlanga fyrir Bröttuhlíð 24-34 ásamt tilheyrandi veitum undir götu og að hluta utan götu.

Helstu magntölur:

  • Uppgröftur og endurfylling/brottakstur - 1.000 m3
  • Aðflutt fylling - 1.300 m3
  • Skurðsnið/strengjaskurðir - 345 m
  • Fráveitulagnir 150-300mm - 113 m
  • Hitaveitulagnir - 147 m
  • Vatnsveitulagnir - 50 m
  • Jarðstrengir - 460 m
  • Ljósastólpar - 2 stk

Verkinu skal að fullu lokið 15. janúar 2021.

Í ljósi samkomutakmarkana verða útboðsgögn afhent rafrænt til þeirra sem þess óska, á netfangið mos@mos.is, Þjónustuver Mosfellsbæjar, frá og með kl. 11:00 á þriðjudeginum 15. september 2020.

Tilboðum skal skilað með sama hætti, á netfangið mos@mos.is, eigi síðar en fimmtudaginn 1. október 2020 kl. 11:00 og þau opnuð á rafrænum opnunarfjarfundi að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Til baka