Biðstöð strætisvagna við Aðaltún lokar tímabundið vegna vegaframkvæmda við Vesturlandsveg

15/09/2020

Biðstöð strætisvagna við Hlíðartúnshverfi til móts við Slökkvistöð Mosfellsbæjar verður lokuð tímabundið vegna framkvæmda við breikkun vegarins frá og með 15. september 2020 til desember 2020.

Umsjónamaður framkvæmdaaðila er Magnús Steingrímsson, Loftorka Reykjavík ehf.
Eftirlitsmaður fyrir hönd Vegagerðarinnar og Mosfellsbæjar er Sturla Sigurðarson (sturla@vbv.is)

Beðist er velvirðingar á þeirri röskun sem þessi framkvæmd kann að valda og eru vegfarendur beðnir um að sýna framkvæmdaraðilum tillitssemi.

Til baka