Laus pláss í Skólahljómsveit Mosfellsbæjar

16/09/2020

Það eru örfá laus pláss á blásturshljóðfæri í Skólahljómsveit Mosfellsbæjar. Nemendur sem vilja læra á trompet, horn, básúnu, þverflautu, saxófón eða klarínettu eru velkomnir, en aðeins er um örfá pláss að ræða. Krakkar í 3. eða 4. bekk grunnskóla eru á kjöraldri. Blásarakrakkar fara strax og geta leyfir á hljómsveitaæfingar og fá þar mikinn félagsskap.

Við leitum að börnum sem gætu haft áhuga á að spila á hljóðfæri og taka þátt í skemmtilegu félagsstarfi.

Höfuðstöðvar hljómsveitarinnar eru í Varmárskóla, en kennsla fer fram í öllum skólum Mosfellsbæjar.

Áhugasamir hafi samband í síma 663-9225 eða senda póst á skomos@ismennt.is og við sendum öll gögn til baka.

Fyrstir koma, fyrstir fá.

Skólahljómsveit Mosfellsbæjar
Daði Þór Einarsson
GSM: 663-9225
Sími: 525-0715
Netfang: skomos@ismennt.is 

 

Myndin er af byrjendasveit frá vorönn 2020.

Til baka