Opinn rafrænn fundur um stefnu Mosfellsbæjar í málefnum fatlaðs fólks - Skráning stendur yfir

16/09/2020

Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar hefur hafið undirbúning vinnu við stefnumótun í málaflokki fatlaðs fólks. Fyrirhugað var að hafa opinn íbúafund síðastliðið vor í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar en vegna Covid-19 þurfti að fresta þeim fundi.

Nú hefur verið ákveðið að halda fundinn með breyttu sniði og verður hann haldinn þriðjudaginn 22. september kl. 17:00-18:30. Hið breytta snið þýðir að fundurinn verður rafrænn og munu fundarmenn því mæta á fundinn í gegnum sínar tölvur eða síma. Skráning á fundinn stendur yfir í gegnum vef Mosfellsbæjar þar sem fundargestir velja sér einn áhersluþátt til að fjalla um á fundinum.

Mosfellsbær vill hvetja alla sem láta sig málefni fatlaðs fólks varða, svo sem fatlað fólk, aðstandendur fatlaðra barna eða þá sem vinna með fötluðu fólki að taka þátt í fundinum og hafa áhrif á þá þær tillögur og hugmyndir sem unnið verður með við stefnumótun í málaflokknum.

Til baka