Jólatréð á Miðbæjartorgi

28/11/2020

Jólatréð á Miðbæjartorgi er komið á sinn stað, en ekki verður unnt að halda okkar hefðbundnu tendrunarathöfn í ár vegna gildandi samkomutakmarkana.

Börn af leikskólunum Hlaðhömrum og Reykjakoti ásamt Haraldi Sverrissyni bæjarstjóra tóku í vikunni að sér að ganga úr skugga um að ljósin virkuðu og æfðu sig í að ganga í kringum tréð.

Daginn fyrir fyrsta sunnudag í aðventu, 28. nóvember, verða ljósin tendruð á trénu eins og venjan er. Bæjarbúar eru hvattir til að koma og virða fyrir sér dýrðina á aðventunni.

Til baka

Myndir með frétt