Hvað á skólinn að heita? Nafnasamkeppni lýkur 10. apríl

07/04/2021

Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt að við skiptingu Varmárskóla í tvo skóla muni yngri deildin bera áframa nafnið Varmárskóli. Finna þarf nýtt nafn á þann skóla sem 7. - 10. bekkur tilheyrir.

Efnt hefur verið til nafnasamkeppni fyrir þann skóla og eru allir áhugasamir hvattir til að koma með tillögur að nýju nafni á nýjum skóla. Hægt er að skila tillögum inn í gegnum slóðina mos.is/nafnasamkeppni2021

Frestur til að skila inn tillögum er til 10. apríl.

Í dómnefndinni sitja Bjarki Bjarnason, Anna Sigríður Guðnadóttir, Ásta Kristbjörnsdóttir, Margrét Lára Höskuldsdóttir og Birgir D. Sveinsson.

Til baka