Mosfellsbær hlýtur jafnlaunavottun til ársins 2024

07/04/2021

Jafnlaunavottun er ætlað að staðfesta að við launaákvarðanir séu málefnaleg sjónarmið höfð að leiðarljósi og að laun hjá Mosfellsbæ séu ákveðin á sama hátt fyrir konur og karla. Þá er mikilvægt að þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun feli ekki í sér kynjamismunun. Að minnka launamun kynjanna er einn liður í jafnréttisstefnu Mosfellsbæjar.

Jafnlaunavottun Mosfellsbæjar er unnin af BSI á Íslandi sem er faggild skoðunarstofa og byggir á úttekt á launum starfsfólks, starfaflokkun og öðrum þáttum jafnlaunakerfis Mosfellsbæjar sem hefur áhrif á kjör karla og kvenna.

Mosfellsbær hlaut jafnlaunavottun fyrst fyrir þremur árum og hefur gengist undir árlega úttekt fagaðila síðan þá. Í kjölfar síðustu úttektar hefur Mosfellsbær nú hlotið jafnlaunavottun til næstu þriggja ára. Með því hefur verið staðfest að jafnlaunakerfi Mosfellsbæjar hefur verið í stöðugri þróun, það verið rýnt reglulega og að það fellur undir þau skilyrði sem þarf til að standast jafnlaunavottun samkvæmt ÍST 85:2012 staðlinum til maí 2024.

Frá því að Mosfellsbær fékk vottunina fyrst hefur launamunur kynjanna minnkað úr 6,5% í 4,0% þannig að viðmið og reglur um launasetningu hafa náð fram að ganga hjá bænum.

Til baka