Opið 1. maí í sundlaugum Mosfellsbæjar

30/04/2021

Laugardaginn 1. maí verður opið í Lágafellslaug og Varmárlaug á milli kl. 9:00 og 17:00.

Lágafellslaug býður upp á 25m keppnislaug, innisundlaug, barnalaug og vaðlaug auk þriggja vatnsrennibrauta. Þar eru einnig tveir heitir pottar, nuddpottur og kaldur pottur.

Varmárlaug býður upp á sundlaug, barnalaug, sauna, vatnsgufu, infrarauðan klefa, tvo heita potta, þar af annar með nuddi, og leiktæki fyrir börnin.

Öll velkomin!

Til baka