Heilsudagur í Mosfellsbæ

29/04/2014
Miðvikudagurinn 7.maí verður tileinkaður heilsu og heilsueflingu í Mosfellsbæ. Fyrirtæki og stofnanir eru hvött til að bjóða starfsfólki upp á holla næringu, fræðslu um hollustu og hvaðeina sem getur stuðlað að heilsueflingu.

Mosfellsbær er í óðaönn að byggja upp heilsueflandi samfélag. Í ár er áhersla lögð á næringu. Markmiðið er að auka vatnsdrykkju, auka neyslu á grænmeti og ávöxtum, auka aðgengi og sýnileika heilsusamlegrar fæðu í sveitarfélaginu og stuðla að almennri vitundarvakningu um holla og fjölbreytta fæðu og tengsl hennar við bætta heilsu.

Málþing undir yfirskriftinni heilsa og hollusta fyrir alla verður haldið í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ, FMOS, Háholti 35,  kl. 19:30. Þar verða erindi um heilsueflingu á öllum skólastigum ásamt erindi frá sjónvarpskokkinum bráðsnjalla Ebbu G. Guðmundsdóttur. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra setur þingið og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri verður fundarstjóri.

Dagskrá málþingsins má nálgast hér.
Til baka