Flutningar fjölskyldusviðs og fræðslu- og frístundasviðs í Kjarna

19/12/2017

Þann 21. desember nk. munu fjölskyldusvið og fræðslu- og frístundasvið Mosfellsbæjar flytja að nýju á 3. hæð í Kjarna en unnið hefur verið að viðgerðum á húsnæðinu vegna rakaskemmda frá því í vor.  Áætlað er að flutningarnir standi yfir frá kl 11:00-15:00 þann dag og því má búast við smávægilegri röskun á þjónustu sviðanna á því tímabili.

Við vonum að bæjarbúar sýni því skilning og miðum við að allt gangi samkvæmt áætlun þannig að starfsmenn sviðanna verði bæði fluttir og tengdir við nýjar starfsstöðvar innan þessa tímaramma.

Til baka