Góð þátttaka Í túninu heima

02/09/2013

Góð þátttaka Í túninu heimaNú er vel heppnuð bæjarhátíð að baki og haustið á næsta leyti. Veðrið setti strik í reikninginn að þessu sinni. Fella þurfti niður 7 tinda hlaupið og minna var um skreytingar í bænum en verið hefur. Mjög góð þátttaka var þrátt fyrir allt í öllum helstu viðburðum helgarinnar. Fjöldi gesta lagði leið sína í Álafosskvos þar sem hægt var að skoða og kaupa ýmsan varning.
Fjöldi fólks var bæði á barnaskemmtun á Miðbæjartogi og á tónleikum á laugardagskvöld.

Mosfellsbær þakkar öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við skipulagningu hátíðarinnar sem og þeim sem buðu heim um helgina.

Til baka