Kynning: Tillaga að nýju svæðisskipulagi - Höfuðborgarsvæðið 2040

15/12/2014

Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins auglýsir skv. 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006, tillögu að nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins - Höfuðborgarsvæðið 2040. Nýtt svæðisskipulag mun leysa af hólmi Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001 - 2024 og svæðisskipulag fyrir vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu frá 1998.

Höfuðborgarsvæðið 2040 er stefnumótandi áætlun um þróun höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040. þar eru sett fram leiðarljós, markmið og aðgerðir um þau viðfangsefni sem snerta sameiginleg hagmunamál sveitarfélaganna.

Skipulagstillagan liggur nú frammi til sýnis ásamt umhverfisskýrslu, fylgiritum og ábendingum Skipulagsstofnunar, á skrifstofu SSH, Hamraborg 9 Kópavogi, hjá Skipulagstofnun, Laugavegi 166 í Reykjavík og á skrifstofum allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til og með 2. febrúar 2015.

Gögnin eru einnig aðgengileg á heimasíðu SSH, www.ssh.is/2040. Þar er einnig að finna myndbandskynningu. Opnir kynningafundir verða auglýstir síðar.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við svæðisskipulagstillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út í lok mánudagsins 2. febrúar 2015. Skila skal skriflegum athugasemdum til skrifstofu SSH Hamraborg 9, 200 Kópavogi eða á netfangið ssh@ssh.is

Svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins
Samtök sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu (logo)

 

 

 

 

 

 

 

 

Til baka