Opið hús í Helgafellsskóla

11/01/2019

Sunnudaginn 13. janúar verður opið hús í Helgafellsskóla þar sem öllum bæjarbúum og öðrum þeim sem áhuga hafa á skólastarfinu er boðið að koma í heimsókn í skólann.

Helgafellsskóli verður opinn frá kl. 13 til 15 og verða uppákomur og skemmtiatriði flutt af nemendum skólans og síðan býðst gestum að ganga um og skoða skólann.

Öll hjartanlega velkomin!

Helgafellsskóli verður fullbúinn fyrir 600 börn á grunnskólaaldri og 110 börn á leikskólaaldri. Stóru línurnar í skólastefnu skólas eru teymiskennsla og fjölbreyttar kennsluaðferðir þar sem allir nemendur fá nám og frístundastarf við hæfi og geta blómstrað í leik og starfi. 

Hausti 2019 verður skólinn gerður að 200 daga skóla fyrir yngri árganga í grunnskólanum þar sem samtvinnast kennsla og frístund. Áhersla verður lögð á lýðræði og samvinnu skólasamfélagsins í Helgafellshverfi.

Þriðjudaginn 8. janúar var opnunarhátíð Helgafellsskóla. Hátíðin hófst á skrúðgöngu frá Brúarlandi yfir í Helgafellsskóla þar sem nemendur og starfsfólk skólans gengu fylktu liði og tóku með sér hið góða og notalega andrúmsloft Brúarlands í krukkum sem var svo sleppt út í Helgafellsskóla.

 

Til baka