Lokað fyrir kalt vatn laugardaginn 21. mars

20/03/2020

Vakin er athygli á því að vegna bilunar og óhjákvæmilegrar viðgerðar á stofnæð við Brúarland verður lokað fyrir kalt vatn laugardaginn 21. mars frá kl. 9:00 og fram eftir degi. Leitast verður við að ljúka viðgerð svo fljótt sem auðið er.

Þar sem eingöngu er lokað fyrir kalt vatn biðjum við íbúa vinsamlegast að gæta varúðar þar sem eingöngu kemur heitt vatn úr blöndunartækjum, þar sem ekki eru varmaskiptar á neysluvatni.

Lokunin nær til Helgafellshverfis, Álafoss, Lönd og Ásar. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi lokun kann að valda.

 

 

Til baka