Friðlýsing fossa á degi umhverfisins

24/04/2013

Alafoss_myndSkrifað verður undir friðlýsingu Álafoss og Tungufoss við hátíðlega athöfn í Álafosskvos
á Degi umhverfisins þann 25. apríl.

Þar munu Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar undirrita friðlýsingu fossanna og nærumhverfis sem er samtals 2,8 hektarar að stærð.

Undirritunin fer fram neðan við Álafoss í Varmá og hefst kl. 12:30. Boðið verður uppá kaffi og meðlæti og eru allir velkomnir.

Eftir athöfnina verður farið í fræðslugöngu um Álafosskvos í umsjón Sögufélags Kjalarnesþings.

Til baka