Almennur kynningarfundur

12/04/2013

moslitUM TILLÖGUR AÐ DEILISKIPULAGI VEGNA FÆRANLEGRA KENNSLUSTOFA
verður haldinn í Lágafellsskóla mánudaginn 15. apríl kl. 20

Kynntar verða hugmyndir um úrbætur í húsnæðismálum skólans á komandi hausti og tillögur að deiliskipulagi og breytingum á deiliskipulagi í tengslum við þær. M.a. verður kynnt tillaga um nýja lóð undir færanlegar kennslustofur fyrir leikskóla sunnan Þrastarhöfða.
Foreldrar og aðrir íbúar hverfisins eru hvattir til að koma á fundinn.


Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar &
Framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs Mosfellsbæjar

Til baka