Hjólakort af Mosfellsbæ

19/09/2018

Fimmtudaginn, 20. september í samgönguviku eru íbúar Mosfellsbæjar hvattir til að nota sér fjölbreytt úrval hjólastíga til útivistar og samgangna. Hægt er að skoða kort af hlaupa-, hjóla- og gönguleiðum á vef bæjarins.

Samgönguvika er evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga.

Til baka