Hlégarður Mosfellsbæ, Framtíðarsýn - 1. áfangi

09/02/2021

Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Hlégarður framtíðarsýn, 1. áfangi.

Til stendur að fara í endurbætur á félagsheimilinu Hlégarði við Háholt 2 í Mosfellsbæ. Verkið sem nú er boðið út er 1. áfangi fyrirhugaðra endurbóta.

Hlégarður er félagsheimili og menningarhús sem staðsett er í hjarta Mosfellsbæjar og rekstur þess er leigður út. Upprunalega húsið var vígt við hátíðlega athöfn þann 17. mars 1951. Síðan þá hefur verið byggt við húsið minnst tvisvar sinnum og gerðar hafa verið á því ýmsar aðrar breytingar og endurbætur í áranna rás.

Helstu verkþættir eru:
Í þessum 1. áfanga verkefnisins á meðal annars að skipta um gólfefni, á meginhluta 1. hæðar, rífa niður eldri innréttingar í veitingasal og byggja nýjar, skipta um hurðir, endurbæta salernisaðsöðu og aðlaga lagna-, loftræsi- og rafkerfi að breytingum.

Helstu magntölur eru:

  • Málun - 1.027 m²
  • Ílögn - 225 m²
  • Flotun gólfa - 432 m²
  • Parkett - 366 m²
  • Stálsmíði - 1.100 kg
  • Ílögn og bendinet - 235 m²
  • Pípulagnir, rör - 55 m
  • Loftræsing, blikk - 55 kg
  • Raflagnir, strengir -  510 m

Verkinu skal að fullu lokið 14. ágúst 2021.

Í ljósi samkomutakmarkana verða útboðsgögn eingöngu afhent rafrænt. Beiðnir um útboðsgögn má senda á netfangið mos@mos.is. Einnig er hægt að hafa samband við þjónustuver Mosfellsbæjar í síma 525-6700. Útboðsgögn verða afhent frá og með kl. 11:00 þriðjudaginn 9. febrúar 2021.

Tilboðum skal skila rafrænt á netfangið mos@mos.is eða í umslagi í þjónustuver Mosfellsbæjar og eigi síðar en kl. 11:00 fimmtudaginn 4. mars 2021. Tilboðin verða opnuð á fjarfundi hálftíma síðar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Til baka