Franskt kvöld á bókasafninu í kvöld kl. 20.00

16/04/2013

Sigríður Thorlacius

Stórsöngkonan Sigríður Thorlacius kemur í Mosfellsbæ í kvöld, þriðjudaginn 16. apríl, og tekur ásamt gítarleikaranum, Guðmundi Óskari Guðmundssyni, nokkur frönsk sönglög hinna ýmsu höfunda frá hinum ýmsu tímum . Lög eftir til að mynda Jacques Brel, Joseph Kosma og Serge Gainsbourg. Lög sem þekktust eru í flutningi Edith Piaf, Josephine Baker og Blossom Dearie meðal annarra. Saman bjóða Sigríður og Guðmundur áhorfendum upp í stutta ferð í gegnum franska dægurlagasögu síðastliðnar aldar.

Sigurður Pálsson rithöfundur segir frá dvöl sinni í París og les upp úr minningarbók.

Einnig verða sýndar ljósmyndir frá ferðum Diddúar og drengjanna til smáþorpsins Barr í Frakklandi.

Þetta er annað kvöldið í þrennu sem boðið er upp á að þessu sinni á Menningarvori í Mosfellsbæ. Í síðustu viku var einstaklega vel heppnað tékkneskt kvöld þar sem var fullt hús eða um 250 manns.

Í næstu viku verður íslenskri menningu gerð skil á fæðingardegi Halldórs Laxness þann 23.apríl.

Til baka