Lokun fyrir heitt vatn í Ástu- Sólliljugötu og Gerplustræti 3.júní

31/05/2019

Lokað verður fyrir heitt vatn í Ástu- Sólliljugötu og Gerplustræti á mánudaginn 3.júní vegna viðgerðar á stofnæð.

Lokun er frá 13°°- fram eftir degi.

Þjónusturof hitaveitu - ábending til húsráðenda

  • Hafa þarf í huga að loft getur komist á kerfið þegar vatni er hleypt á að nýju. Sérstaklega getur þurft að huga að sérhæfðum búnaði hitakerfa húsa, s.s. gólfhitakerfum, hitalögnum í plönum og dælum þeirra, t.d. með því að stöðva þær á meðan vatnsleysi varir. Kerfin eiga þó að vera útbúin þannig að þessi hætta sé í lágmarki.

  • Bregðast þarf við lofti í kerfum með lofttæmingu á ofnum, dælum og öðrum búnaði sem loft getur sest í. Einnig er nauðsynlegt að huga að öryggisloka sem getur opnast þegar vatni er hleypt á ef stjórnlokar á grind eru stirðir.

  • Húsráðendum er bent á að við viðgerðir eða endurbætur á stofnkerfum og/eða heimlögnum kunna óhreinindi að fara af stað í lögnum þegar vatni er hleypt á. Því er nauðsynlegt að skola kerfið vel út með því að láta vatn renna um stund. Best er að útskolun fari fram sem næst inntaksstað sé þess kostur.

  • Sé húsráðandi í vafa um hvernig bregðast á við skal undantekningalaust haft samband við við pípulagningameistara hússins.
Til baka